Nýr vegur í Hattardal

Gula línan er núverandi veglína og brú en rauða línan sýnir nýjan veg og nýtt brúarstæði.

Vegagerð ríkisins hefur gengið frá samningi við Tígur ehf í Súðavík um lagningu á 2,6 km. löngum vegi og byggingu 17 m langrar brúar í Hattardal í Álftafirði.

Tilboð Tígurs í framkvæmdina hljóðaði upp á 242,5 milljónir og var um 7% hærra en áætlaður verkskostnaður Vegagerðarinnar.

Tvö tilboð önnur sem bárust og voru þau bæði um 30% yfir kostnaðaráætlun.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist mjög bráðlega.

DEILA