Krossneslaug

Krossneslaug er steinsteypt íslensk útisundlaug við fjöruborðið, fáeina kílómetra frá Norðurfirði í Strandasýslu. Laugin var tekin í notkun 5. júlí árið 1954. Hún er 12 1/2 x 6 metrar að flatarmáli.
Umhverfis hana er steyptur stígur og við hana standa steyptir búningsklefar.

Það var ungmennafélagið „Leifur heppni“ og hreppsnefndin á staðnum, sem stóðu að byggingu laugarinnar.

Vatn frá heitum hverum kyndir laugina sem staðsett er við fjöruborðið, fyrir neðan veg.

Staðsetning laugarinnar er mjög dramatísk og falleg og kjörið að fara í bað.

Erlendir ferðamenn sem þangað koma segja að sund í Krossneslaug sé með minnistæðustu augnablikunum úr Íslandsferðinni.

DEILA