Grásleppuvertíðin 2020

Fiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir afla og meðafla grásleppubáta á vertíðinni sem stóð frá 10. mars og fékk óvæntan endi 2. maí í tilefni af endurmati Hafrannsóknarstofnunar á stöðu stofnsins og aflabrögðum.

Margar útgerðir gátu því ekki stundað veiðarnar í þá 44 daga sem heimilaðir höfðu verið.

Þess skal getið að bátar í Breiðafirðinum sem vanalega byrja um eða eftir 20. maí fá leyfi til veiða í 15 daga frá 20. maí eða síðar á þessu ári.

Það voru 157 grásleppubátar sem lönduðu um 4.655 tonnum í heildina á þessu tímabili nú í vor.

Heildarafli í grásleppu var tæplega 4.085 tonn og meðafli var því um 570 tonn.

DEILA