Grásleppuveiðar bannaðar frá og með sunnu­degi

Grá­sleppu­veiðar verða bannaðar frá og með miðnætti aðfar­arnótt sunnu­dags 3. maí sam­kvæmt reglu­gerð sem út­gef­in var af at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu síðdeg­is í gær.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu.

Samkvæmt því falla öll útgefin leyfi til grásleppuveiða út gildi frá og með þeim tíma.

Mun færri bát­ar hafa verið að veiðum í ár en í fyrra vegan markaðsaðstæðna og veðurfars.

Þrátt fyrir þetta verður heimilt að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að 15 daga til þeirra sem stunduðu grásleppuveiðar árin 2018 eða 2019 á Breiðafirði, svæði 2, samkvæmt leyfum sem tóku gildi 20. maí eða síðar þau ár.

DEILA