Skimun fyrir Covid-19 á norðanverðum Vestfjörðum

í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða kemur fram að bókanavefur vegan skimunar fyrir Covid-19 verður opnar eftir hádegi í dag, þriðjudag.

Þetta er samvinnuverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og skimað verður á Ísafirði og í Bolungarvík.

Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis.
Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima.
Þeir sem finna til einhverra einkenna skulu hafa samband við 450-4500 til að fá tíma í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni.

Skimað verður miðvikudaginn 15. apríl, fimmtudaginn 16. apríl og föstudaginn 17. apríl.

Hægt er að velja á milli fimm skimunarstaða:
Björgunarsveitarhúsið við Hafnargötu í Bolungarvík (á bíl)
Skoðunarstöð Frumherja við Skeiði á Ísafirði (á bíl)
Crossfit-stöðin við Sindragötu á Ísafirði (á bíl)
Kampaskemman (Aldrei fór ég suður-skemmuna) við Ásgeirsgötu (á bíl)
Úti við kjallara sjúkrahússins á Ísafirði (gangandi).
Sjá örvar á kortum til að sjá úr hvaða átt komið er að húsunum. Æskilegt er að drepa á bílnum meðan beðið er.

Heilbrigðisstarfsfólk tekur sýni úr bæði hálskoki og nefkoki.
Niðurstað greiningarinnar verður birt á vefnum heilsuvera.is og hringt er í alla sem reynast bera smit.

Bóka þarf tíma á vef Íslenskrar erfðagreiningar, https://bokun.rannsokn.is/.

Opnað verður fyrir bókanir kl. 13:00 þriðjudaginn 14. apríl.

DEILA