Sjáumst á Flateyri í sumar

Á Flateyri verður boðið upp á daglega viðburði í sumar frá 15. júní til 15. ágúst þar sem ferðamenn og heimamenn hittast og skemmta sér saman.

Alla Mándaga kl. 20:00
Harðfiskverkun
Breiðadalsfiskur kynnir harðfiskverkun skref fyrir skref. Allir fá harðfisk að smakka og lítinn gjafapakka ásamt kvöldkaffi hjá Kaffi Sól. – Kynningin fer fram í Breiðadal, í harðfiskiverkun á bakvið Kaffi Sól og kostar 2,000 kr á mann. (1,000 kr fyrir 16 ára og yngri) – Sími: 862 1841

Alla Þriðjudaga kl. 20:00
Kvöldstund í Gömlu Bókabúðinni
Langafasonur stofnanda verslunarinnar mun leiða fólk um húsið og segja sögu fjölskyldunnar og verslunarinnar. – Haldið í Gömlu Bókabúðinni og er aðgangur ókeypis. – Sími: 840 0600

Alla Miðvikudaga kl. 20:00
Snjóflóðaganga með Björgunarsveitarmanni.
Björgunarsveitarmaður sem tók þátt í aðgerðum í snjóflóðinu 1995 eða 2020 leiðir göngu um Flateyri og segir frá björgunaraðgerðum og snjóflóðasögu Flateyrar. – Gangan byrjar fyrir framan Gömlu bókabúðina og kostar 2,000 kr fyrir 16 ára og eldri.- Sími: 840 0600

Alla Fimmtudaga kl. 20:00
Teflt við heimamenn.
Skákáhugamenn á Flateyri taka vel á móti þér og eru tilbúnir að tefla við jafn byrjendur sem og atvinnumenn. – Teflt er á Bryggjukaffi og er ókeypis fyrir alla. – Sími: 863 7662

Alla Föstudaga kl. 22:00
Barsvar / Pub-Quiz.
Mátaðu gáfur þínar við Flateyringa með því að etja kappi við þá á barsvari. – Spurt verður á Vagninum og er þátttaka ókeypis – Sími: 456 7751

Alla Laugardaga kl. 22:00
Listamaður stígur á Svið.
Gamlar hetjur í bland við landsþekkta listamenn stíga á hið sögufræga svið Vagnisins öll laugardagskvöld í sumar. – Haldið á Vagninum og verð er breytilegt eftir viðburðum – Sími: 456 7751

Alla Sunnudaga kl. 15:00
Önfirskur ljóðalestur.
Lesin verða upp ljóð eftir Önfirðinga í bland við önnur merk ljóðskáld á meðan gesir gæða sér á kaffibolla. – Ljóðlesturinn er á SIMA hostel og er aðgangur ókeypis – Sími: 897 8700

Það er nóg að mæta bara á réttan stað, á réttum degi og tíma. Óþarfi að panta eða bóka mætingu, þó gæti húsrúm eða covid reglur stjórnað fjöldanum á einstaka viðburðum.

Frekari upplýsingar má nálgast á
www.VisitFlateyri.is

DEILA