Orðsending til íbúa á sunn­an­verðum Vest­fjörðum

Vegna COVID-19 farald­ursins er mikil­vægt að við íbúar á sunn­an­verðum Vest­fjörðum stöndum saman og hugum að velferð allra í okkar samfé­lagi.

Vilja undir­rit­aðar stofn­anir og félaga­samtök hvetja íbúa til að huga að náunga sínum. Félags­þjón­usta, lögregla, heil­brigð­is­stofnun og Þjóð­kirkja þekkja vel til skjól­stæð­inga sinna og reyna að sinna öllum vel í því ástandi sem við tökumst nú á við.

Til þess að fyrirbyggja að einhver sem er einangraður og/eða þarfnast þjónustu fari fram hjá okkur, biðlum við til almennings um að huga að nágrönnum og ættingjum og láta vita ef grunur leikur á að einhver þurfi á stuðningi að halda.
Einnig á þetta við ef einhver þarf á einhverju viðviki/aðstoð að halda svo sem að útvega aðföng eða hvað annað.

Við erum öll almannavarnir.

Hafa má samband við Félagsþjónustuna í síma 450 2300 eða netfangið arnheidur@vesturbyggd.is eða Kristján Arason sóknarprest í síma 846 6569.

Félagsþjónusta í Vestur Barðastrandasýslu
Patreksfjarðarprestakall
Lögreglan á Vestfjörðum
Rauði krossinn á sunnanverðum Vestfjörðum
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Björgunarsveitirnar
Lions á Patreksfirði

DEILA