Hafís hefur færst nær landinu

Þann 13. apríl var hafísröndin um 62 sjómílur frá Straumnesi. Suðvestlægar áttir hafa fært hafísinn nær.

Hafískort byggt á Sentinel-1 gervitunglamyndum sem voru numdar þann 19. apríl sýna nokkuð þétta hafísbreiðu með spöngum og þar sem ísinn er næstur landi er hann um 45 sjómílur norðvestur af Sauðanesi.

Þar sem útlit er fyrir suð- og austlægar áttir næstu viku er líklegt að hafísinn fjarlægist landið.

DEILA