Gvendur þribbi

Guðmundur Valdimar Snæland. Ljósmynd: Sigríður Aðalsteinsdóttir

Í hópi Ísfirska síldarsöltunarfólksins á Ingólfsfirði árið 1946 var Ísfirðingurinn Gvendur þribbi.
Hann var vel þekktur í bæjarlífinu, bjó líklega í Dægradvöl, svolítið utangarðs, drykkjumaður og hafði gaman af að dansa.

Viðurnefnið fékk hann vegna þess að hann var þríburi, hinir tveir létust strax við fæðingu.

Eftir að Guðmundur Valdimar Snæland (1911-1981) flutti frá Ísafirði settist hann að í Keflavík og setti þar svip á bæinn.

Í Víkurfréttum 6. maí 2015 segir:
„Af manninum, Guðmundi Snæland er það að segja, að ýmsum þykir hann skera sig nokkuð úr hópnum, þar sem hann stendur, hvítfextur og fótfrár að upplagi, með lífsbikarinn fylltan súrri veig eða sætri á víxl, eins og gengur. Í amstri dægranna hefur hann leikið sér að því að „dansa í gegn“ í öllum veðrum. Hann er kátur eins og krían, blæs í eigin hörpu eins og hún, og melódían fýkur með storminum víða vegu.“

DEILA