Tífalt meiri snjóblástur fyrir vestan

Elvar Sigurgeirsson sinnir vetrarþjónustu fyrir Vegagerðina á Flateyrarvegi.
Haukur Sigurðsson ljósmyndari fyrir vestan hitti á Elvar þar sem hann var við störf 12. mars síðastliðinn og tók meðfylgjandi mynd.

Rétt sést glitta í vél Elvars þar sem hann mokar sig með snjóblásara í gegnum fannfergið á Flateyrarvegi en skaflarnir þarna eru um 5 metra háir.

Í fyrra notaði Elvar snjóblásarann í um 49 tíma allan veturinn.
Það sem af er vetri hefur hann þurft að nota blásarann í nærri 500 tíma, tíu sinnum fleiri en í fyrra.

Byrjun þessa árs hefur verið æði erfið fyrir vetrarþjónustuna og þann 24. mars 2020 var akstur snjómoksturstækja á landsvísu kominn í 1.661.000 km sem er talsvert meiri en allur heildarakstur síðasta vetrar 2018-2019 sem var 1.422.639 km.

Vinna við snjómokstur og hálkuvarnir þennan veturinn er því nú þegar orðinn 16 prósentum meiri en síðastliðinn vetur og enn getur átt eftir að snjóa.