Langar þig í nám?

Langar þig í nám en vilt ekki rífa fjölskylduna upp með rótum og flytja á milli landshluta?

Þá gæti Háskólinn á Bifröst verið góður staður til að byrja á.

Háskólinn býður upp á nám í Háskólagátt fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi, nám á grunnstigi sem og nám á meistarastigi.

Allar námsleiðir eru kenndar í fjarnámi og eru aðlagaðar að þörfum fólks á vinnumarkaði. Boðið er upp á vinnuhelgar á Bifröst þar nemendur hitta samnemendur og kennara.

Kynningarfundur á fyrirkomulagi fjarnámsins og því námi sem Háskólinn á Bifröst býður upp á verður haldinn miðvikudaginn 11.mars, kl 19.30 í Háskólasetri Vestfjarða.

Starfsfólk verður á staðnum, ásamt núverandi og fyrrverandi nemendum sem geta veitt góð ráð.
Léttar veitingar í boði.

DEILA