Körfubolti: Vestri – Sindri 2x

Nú fer leikjum í 1. deildinni að ljúka og úrslitakeppnin tekur við.

Sindri frá Hornafirði kemur til Ísafjarðar um helgina og leikur tvo leiki.
Síðan á Vestri eftir að leika við Álftanes fyrir sunnan þann 13 mars og Höttur og Breiðablik koma til Ísafjarðar 16 og 20 mars.

Eftir það tekur úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeild við.

Vestri mætir Sindra í tveimur leikjum á föstudaginn, 6. mars og laugardaginn 7. mars.

Föstudagsleikurinn er á hefðbundnum tíma kl. 19:15 en laugardagsleikurinn kl. 15:00.

DEILA