Hjólreiðadeild Vestra fékk styrk úr Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Hjólreiðadeild Vestra fékk styrk að upphæð Kr. 4.500.000,- úr Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að merkja hjóla og göngustígakerf í samræmi við alþjóðlegar merkingar.

Styrkurinn er veittur til að bæta aðgengi og öryggi með því að setja upp kynningarspjöld á Dynjandisheiði, Botnsheiði og Seljalandsdal. Verkefnið rímar vel við meginmarkmið sjóðsins varðandi náttúruvernd og öryggi og eflir vaxtarbrodd í ferðamennsku segir í frétt um úthlutunina.

Vestri hjólreiðar hefur einnig gert uppbyggingarsamning við Ísafjarðarbæ sem felur í sér fjárframlag frá bænum að upphæð kr. 1.833.000

Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra verður haldinn mánudaginn 16. mars n.k. kl. 20:00 á Heimabyggð

DEILA