Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða óskar eftir fólki í bakvarðasveit

Í frétt frá Heilbrigðisstofnuninni kemur fram að þjónusta hefur nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við Covid-19, en mögulegt er að hún raskist enn meira ef sjúklingar eða starfsfólk þurfa að fara í sóttkví, einangrun eða sýkjast af veirunni. Því leitum við að fólki til að skrá sig á lista yfir bakvarðasveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Við leitum að fólki sem getur stokkið inn með skömmum fyrirvara í styttri eða lengri tíma og í hvaða starfshlutfalli sem er.

Starfsemin er á Patreksfirði, Þingeyri, Bolungarvík og Ísafirði. Störfin eru í aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi, ræstingu og fleiru sem til fellur.

Sendu okkur línu á netfangið hvest@hvest.is með upplýsingum um nafn, menntun, reynslu, í hvaða póstnúmeri þú býrð og annað sem þú telur þörf á að komi fram.

Við minnum á að öll laus störf hjá okkur eru auglýst á Starfatorgi. Fyrir fólk með heilbrigðismenntun gildir einnig bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu ( https://www.stjornarradid.is/…/Bakvardasveit-heilbrigdisth…/).

DEILA