Vestfjarðastofa: Áhersluverkefni 2020

Stjórn Vestfjarðastofu hefur tekið ákvörðun um áhersluverkefni sem verða unnin á árinu 2020.
Opnað var fyrir tillögur á vef Vestfjarðastofu þann 27. nóvember 2019 til 16. desember. Bárust ellefu tillögur en af þeim sendi Vestfjarðastofa inn fimm tillögur. Þrjár tillögur féllu ekki að markmiðum sóknaráætlunar en hinar sex voru lagðar fyrir samráðsvettvang til umfjöllunar. Sex áhersluverkefni voru valin inn og ákvað stjórn að veita þeim fjármögnun til þriggja ára en áskilja sér þó rétt til að breyta fjárhæðum og fella styrki niður ef þörf þykir eða aðrar tillögur að áhersluverkefnum komi fram sem falli betur að áherslum Sóknaráætlunar.

Verkefnin sem voru valin eru:

Stafræn tækni sem leggur m.a áherslu á vitundarvakningu og fræðslu.

Sýnilegri Vestfirðir þar sem leggja á áherslu á tvo viðburði ári sem eiga að vekja athyggli á Vestfjörðum og þar með auka sýnileika svæðisins.

Nýsköpunar-og samfélagsmiðstöðvar þar sem settur verður upp sjóður upp á 10 miljón kr. á ári í þrjú ár.

Samgöngu- og jarðgangaáætlun þar sem unnin verður samgöngu áætlun með viðaukum fyrir Vestfirði

Visit Westfjords þar sem unnið verður áfram að því að markaðssetja Vestfirði sem áfangastað ferðamanna en verkefnið var einnig áhersluverkefni árið 2019.

Hringvegur 2 þar sem verið er að þróa og undirbúa opnun ferðamannaleiðarinnar Hringvegs tvö á Vestfjörðum. Verkefnið var einnig áhersluverkefni árið 2019

Nánar er hægt að lesa um áhersluverkefnin á vefsíðu Vestfjarðastofu.

DEILA