Það vanta tvo lögregluþjóna á Hólmavík

Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum auglýsir eftir umsóknum um tvær stöður lögreglumanna með starfsstöð á Hólmavík.

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða sendar á netfangið umsoknVF@logreglan.is

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar. Vakin er athygli á að heimilt er að ráða ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir einstaklingar. Færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa ein/einn eða í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking og aukin menntun sem nýtist í starfi er kostur.

Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem rýrt getur það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

DEILA