Pínk – Píratar í Norðvesturkjördæmi

Píratar í Norðvesturkjördæmi halda stofnfund Pírata í Norðvesturkjördæmi (PíNK) á Grand-Inn Bar and Bed á Sauðárkróki laugardaginn 29 feprúar kl. 19:00-23:30.

Í tilkynningu frá Pírötum segir:

Verið öll hjartanlega velkomin á stofnfund Pírata í norðvesturkjördæmi (PíNK).

Er ekki komið nóg? Er ekki komið nóg af innantómum loforðum? Loforð um bættar samgöngur á Vestfjörðum? Loforð um öruggt rafmagn á Norðvesturlandi? Loforð um bætta heilbrigðisþjónustu og grunnþjónustu? Er staðið við þessi loforð?

Við eigum öll rétt á ákvörðunartöku um málefni sem okkur varðar! Taktu þátt og vertu með okkur í að draga úr miðstýringu Alþingis.

Sérstakir gestir fundarins verða Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Smári McCarthy þingmenn Pírata ásamt Evu Pandoru Baldursdóttur fyrrverandi þingmann Pírata.

Pizzur og léttar veitingar í boði PíNK. Fundurinn er opinn öllum.

DEILA