Ísafjörður: Ný álma við Eyrarskjól afhent

Barnabarn Magnúsar Jónssonar, framkvæmdastjóra Gömlu spýtunnar, tekur við blómvendi fyrir hönd afa síns.

Fimmtudaginn 6. febrúar var ný álma við leikskólann Eyrarskjól á Ísafirði afhent, en samningur um endurinnréttingu og viðbyggingu við leikskólann var undirritaður við Gömlu spýtuna 20. mars 2019.

Afhendingin markar mikilvægan áfanga í verkinu sem innifelur byggingu 187 fermetra viðbyggingar, 70 fermetra tengigangs auk endurinnréttingu 110 fermetra núverandi húss.

Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar og Guðríður Guðmundsdóttir, leikskólastjóri.
DEILA