![h2bf1732h2gg1yto6a9vr[1]](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2020/02/h2bf1732h2gg1yto6a9vr1-696x535.jpg)
Fimmtudaginn 6. febrúar var ný álma við leikskólann Eyrarskjól á Ísafirði afhent, en samningur um endurinnréttingu og viðbyggingu við leikskólann var undirritaður við Gömlu spýtuna 20. mars 2019.
Afhendingin markar mikilvægan áfanga í verkinu sem innifelur byggingu 187 fermetra viðbyggingar, 70 fermetra tengigangs auk endurinnréttingu 110 fermetra núverandi húss.
