Gettu betur: MÍ – Versló í kvöld

Í kvöld kl. 19:45 keppir Menntaskólinn á Ísafirði við Verslunarskólann í spurningakeppni framhaldsskólanna.

Lið MÍ fór til Reykjavíkur á miðvikudaginn og er tilbúið í slaginn.

En vegna veðurs kemst stuðningslið MÍ því miður ekki suður í dag eins og áætlað var.

Skorað er á fyrrum nemendur og velunnara skólans um að mæta í sjónvarpssal í kvöld til að styðja Gettu betur lið MÍ. Miðar verða afhentir í anddyri RÚV.

DEILA