Fiskiskip flest á Vestfjörðum

Bolungarvíkurhöfn.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands voru samtals 1582 fiskiskip á Íslandi og hafði þeim fækkað um tæplega þrjú hundruð frá árinu 2003 en þá voru þau 1872.

Fiskiskipum á Vestfjörðum hefur hins vegar fjölgað á þessu sama tímabili þau voru 348 árið 2003 en í fyrra voru skrá á Vestfjörðum samtals 387 fiskiskip og Vestfirðir er sá landshluti þar sem flest fiskiskip eru skráð.

Fæst eru fiskiskipin á Suðurlandi 80 og á höfuðborgarsvæðinu eru skrá 106 fiskiskip. Á Vesturlandi eru skráð 278 fiskiskip, á Austurlandi 235, Norðurlandi eystra 208, á Suðurnesjum 159 og á Norðurlandi vestra 128.

DEILA