Dísa ljósálfur á Þingeyri

Höfrungur leikdeild býður til kynningarfundar um nýjasta verkefni sitt.
Um er að ræða nýjan íslenskan söngleik, Dísa ljósálfur, sem er byggður á samnefndri bók sem margir þekkja.

Höfundur er Elfar Logi Hannesson sem jafnframt mun leikstýra. Jóngunnar Biering semur tónlistina og höfundur söngtexta er Hildur Inga Rúnarsdóttir.

Fundurinn fer fram í Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins og eru allir velkomnir. Þetta er sannarlega stórsýning og því vantar okkur stóran hóp snillinga til liðs við okkur. Leikara sem söngvara, smiði, saumafólk, lýsingu, förðun og svo margt margt fleira.

Æfingar fara fram í Leiklistarmiðstöðinni en stefnt er á frumsýningu fyrstu helgina í apríl í leikhúsinu á Þingeyri.

DEILA