Börn í framsæti bifreiða

Í leiðbeiningum á vef lögreglunnar á Vestfjörðum kemur fram að barn sem ekki hefur náð 150 sm má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er öryggispúða nema að púðinn hafi verið gerður óvirkur.

Þessi regla á við þótt barnið sé í barnabílstól.

Höggið sem öryggispúðinn gefur þegar hann springur út getur leitt barn til dauða þótt hann veiti fullorðnum öryggi.

Lögreglan á Vestfjörðum vill því minna foreldra og/eða ökumenn sem aka með börn sem farþega að gæta vel að þessum mikilvæga öryggisþætti.

DEILA