Ársreikningar ríkisstofnana aðgengilegir á vefnum

Aðgengi að ársreikningum ríkisstofnana hefur verið einfaldað með birtingu reikninganna á vef Fjársýslu ríkisins í samræmi við lög um opinber fjármál.

Birting ársreikninga er hluti af vinnu sem miðar að því að auka gagnsæi með því að gera upplýsingar sem snúa að rekstri ríkisins aðgengilegri.
Áfram er unnið að framþróun í framsetningu upplýsinga.

Þegar liggja fyrir ársreikningar ríkisaðila í A-hluta fyrir árið 2018, en alls eru gerðir ársreikningar fyrir 371 aðila. Reikningarnir eru birtir þegar þeir hafa verið áritaðir af viðkomandi ábyrgðaraðilum. Ársuppgjör fyrir árið 2019 er í vinnslu og þegar þeir ársreikningar liggja fyrir munu þeir birtast á vefnum. Enn fremur er unnið að birtingu ársreikninga B-, og C-hluta aðila.

DEILA