112 dagurinn er í dag

Í dag er 112 dagurinn en hann er haldinn ár­lega 11. febrúar (11.2). Mark­mið dagsins er að kynna neyðar­númerið 112 og starf­semi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikil­vægi þessarar starf­semi og hvernig hún nýtist al­menningi. 112 er sam­ræmt neyðar­númer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að að­eins þarf að kunna þetta ein­falda númer til þess að fá að­stoð í neyð.

Á vef lögreglunnar á Vestfjörðum kemur fram að viðbragðsaðilar ætla að koma saman í tilefni dagsins og minna á neyðarnúmerið 112 sem enginn sem þarfnast hjálpar, ætti að hika við að hringja í hvenær sólarhringsins sem er.

Þetta númer er einnig notað ef þarf að hafa samband við lögregluna hvort sem neyð er til staðar eða ekki.

Viðbragðsaðilar í Vesturbyggð og í Tálknafjarðarhreppi ætla að koma saman við Sigurðarbúð á Patreksfirði milli kl.16:30 og 18:00.
þá ætla viðbragðsaðilar á norðanverðum Vestfjörðum ætla að hittast við slökkvistöðina á Ísafirði milli kl.13:00 og 15:00.

Öllum er boðið að koma og hitta viðbragðsaðila sem verða á staðnum og skoða búnað sem til sýnis verður.

DEILA