Vistgötur – 10 km hraði á klukkustund

Í umferðarlögum sem tóku gildi nú um áramótin er sérstaklega fjallað um vistgötur. Þar segir að um vistgötu ber að aka hægt og eigi hraðar en 10 km á klst.

Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillitssemi og víkja fyrir honum.

Vistgata skal afmörkuð með sérstökum merkjum sem tákna vistgötu. Vélknúnum ökutækjum má ekki leggja í vistgötu nema á merktum stæðum.

Vistgötur á Ísafirði eru: Smiðjugata, Tangagata og Þvergata. Bæjarins besta er ekki kunnugt um að aðrar vistgötur séu á Vestfjörðum.

DEILA