Mjólkurvinnslan Arna: Framúrskarandi fyrirtæki 2019

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn og var listinn nú unninn í tíunda sinn í október síðast liðnum.

Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr.

Um 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla skilyrði Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki. Eitt þeirra fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu fyrir árið 2019 var Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.

DEILA