Kallað eftir tónlistaratriði fyrir börn

Tónlistarborgin Reykjavík, ásamt Barnamenningarhátíð í Reykjavík og List fyrri alla, kallar eftir umsóknum frá hópum sem eru með vel útfærða hugmynd eða tilbúið tónlistaratriði fyrir börn og sem hafa áhuga á að þróa atriðið enn frekar með reyndum og verðlaunuðum leikstjóra.

Ekki þarf að efa að Ísfirðingar og aðrir Vestfirðingar eigi gott tónlistarfólk til að taka þátt. Svo er bara að sjá hvort einhver hér af svæðinu verður fyrir valinu.

Skilyrði fyrir þátttöku er að hópurinn sé samsettur af fagfólki í tónlist, að atriðið og hugmyndin sé vel mótuð og að um sé að ræða atriði fyrir börn allt að 12 ára aldri sem tekur um 25 til 30 mín í flutningi.

Hópurinn sem verður fyrir valinu mun njóta listrænnar leiðsagnar frá Wouter Van Looy dagana 20. til 24. apríl. Hópurinn mun svo sýna atriðið á Big Bang tónlistarhátíðinni í Hörpu sem verður haldin laugardaginn 25. apríl og í grunnskólum Reykjavíkur föstudaginn 24. apríl. Greitt verður fyrir framkomu.

DEILA