Heimabyggð með forystu í umhverfismálum

Við viljum ekki nota einnota poka – en stundum gleymum við fjölnotapokunum heima.

Pokastöð er svarið við því. Pokar sem við saumum og hver sem er getur fengið lánað sér að kostnaðarlausu.

Pokastöðvar hafa verið að poppa upp á ýmsum stöðum undanfarin ár og gengið vel.

Er ekki kominn tími til að pokastöðin á Ísafirði verði að veruleika?
Við erum komin með um 400 poka en við þurfum mun fleiri. Þeir sem vilja sjá pokastöð á Ísafirði mæta á þennan viðburð.

Pokasaumur (Reusable bag sewing) á kaffihúsinu Heimabyggð þriðjudaginn 28. janúar 2020 frá 20:00 til 22:00.

DEILA