Fæðingarsögur feðra

Á facebooksíðunni Sunnanverðir Vestfirðir – menning, viðburðir og afþreying hefur Ísak Hilmarsson deilt sínu fyrsta innleggi þar sem hann óskar efir aðstoð Vestfirðinga við verkefni sem hann og kona hans vinna að en beiðnin er svoljóðandi:

Ég heiti Ísak og mig langar að vekja athygli á verkefni sem ég og betri helmingurinn minn hún Gréta María settum á laggirnar um daginn.

Verkefnið gengur út á að fá feður til að ræða um upplifanir og þátttöku sína af fæðingum barna sinna. Við hvetjum feður til að skrifa sína fæðingarsögu og senda okkur. Við ætlum að gefa sögurnar út í bók til varðveislu.

Kíkið endilega inn á síðuna og kynnið ykkur verkefnið frekar. Við hvetjum alla til að like-a síðuna og við yrðum mjög þakklát ef þið væruð til í að deila henni með vinum svo við náum til fleiri feðra og fáum fleiri sögur í verkefnið.

Ég ákvað að pósta þessu hér inn þar sem við höfum mikinn áhuga á að heyra fæðingarsögur víðsvegar af landinu. Við tökum fagnandi á móti nýjum og gömlum sögum.

Vonandi er að Vestfrðingar geti lagt fram sögur í þessa bók.

DEILA