Bláfánahöfnin Suðureyri

Frá Suðureyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Suðureyrarhöfn er bláfánahöfn, sem þýðir að hún hefur fengið alþjóðlega umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjálfbærri sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda haf- og strandsvæði, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund.

Margs konar umhverfisverkefni eru unnin á Suðureyri í tengslum við bláfánaverkefnið. Má þarf nefna árlegt hreinsunarátak íbúa, umræðu í Grunnskólanum á Suðureyri um fiska, hvali og líf í fjöru, og síðast en ekki síst þemaverkefni leikskólans Tjarnarbæjar.

Náttúru- og umhverfisstefna Tjarnarbæjar

Markmið með náttúru- og umhverfisstefnu Tjarnarbæjar er að stuðla að því að börnin beri viðingu og öðlist ábyrgðarkennd fyrir umhverfi sínu og náttúru. Að þau læri að njóta náttúrunnar og fegurðar hennar sér til yndisauka og fái tækifæri að upplifa hana af eigin raun. Að leggja grunn að endurvinnslu og flokkunar úrgangs. Að stuðla að því að menntun og ummönnun í leikskólanum, miði að því að í framtíðinni verði börnin ábyrgir þátttakendur sem geti og unað sátt við land sitt og lífríki.

Þemaverkefni Tjarnarbæjar
Markmið:
Að börnin þekki helstu fisktegundir, sem er verið að veiða á bátum frá Súgandafirði
Að börnin þekki hvernig ferlið er, frá því að fiskurinn er veiddur, þar til hann er matreiddur heima eða í leikskólanum

DEILA