Útboð á knattspyrnuhúsi frestast

Ein hugmynd að fjölnota knattspyrnuhúsi.

Samkvæmt upplýsingum á útboðsvef Ríkiskaupa hefur frestur til að skila inn tilboðum í byggingu fjölnota knattspyrnuhús verið framlengdur um rúmlega einn mánuð eða til 10 janúar.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem Bæjarins besta hefur aflað er ástæða þess að aðili sem hefur áhuga á verkinu hafði samband og óskaði eftir að tímaramminn til að skila inn tilboði yrði framlengdur.
Eftir að Ísafjarðarbær hafði ráðfært sig við Ríkiskaup var ákveðið að verða við beiðninni.

DEILA