Mörsugur 2020

Mörsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Mörsugur er dimmasti tími vetrarins þegar allur lífsandi liggur í dvala.

Til að lýsa upp myrkrið munu níu listamenn sem dvelja eða hafa dvalið í gestavinnustofum ArtsIceland varpa verkum sínum á glugga Gallerís Úthverfu við Aðastræti á Ísafirði. Sýningin Mörsugur varir í rúmar sjö vikur og sýningar listamannanna standa í sex daga hver.

Gluggi Úthverfu mun taka á sig ýmsar myndir því listafólkið sýnir ýmist eitt eða fleiri verk og sýningarnar eru mismunandi upp byggðar.

DEILA