Körfubolti: Vestri – Skallagrímur í 1. deild karla

Vestri tekur á móti Skallagrími á Jakanum, föstudaginn 20. desember. Þetta er mikilvægur leikur til að tryggja stöðu okkar í efri hluta deildarinnar. Við hvetjum alla til að mæta á og styðja strákna.

Vestri er nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig sex og átta stigum á eftir liðunum í 1 – 3 sæti en það eru Breiðablik, Höttur og Hamar. Selfoss og Álftanes eru svo með fjórum stigum minna í næstu sætum á eftir Vestra

Að vanda verða hinir sívinsælu Vestraborgarar framreiddir rétt fyrir leik og verður grillið orðið heitt upp úr kl 18:30.
Stakur borgari með gosi og meðlæti: 1.500 kr.
Fjölskyldutilboð 4 borgarar, gos og meðlæti: 5.000 kr.

Að leik loknum verður „Eftirleikur“, stuðningsmannakvöld, á Edinborg Bistro sem hefst strax eftir leik. Allir velkomnir!

DEILA