Körfubolti – Bikarleikur á morgun

Vestri tekur á móti úrvalsdeildarliði Fjölnis í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins, fimmtudaginn 5. desember næstkomandi.
Lið Fjölnis er nú í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar svo búast má við spennandi leik, þar sem stuðningu áhorfenda getur ráðið úrslitum

Strákarnir eru staðráðnir í að endurtaka leikinn frá því í fyrra og leggja úrvalsdeildarlið í 16 liða úrslitum.

Að vanda verða grillmeistarar Vestra með glóðvolga borgara til sölu og að leik loknum verður „Eftirleikur“ á Edinborg Bistro.

Vakin er athygli á því að árskort gilda ekki á bikarleiki.

DEILA