Jólatónleikar Kvennakórs Ísafjarðar

Nú þegar tónleikahald í aðdraganda jólanna er sem mest þykir rétt að segja frá því að núna á laugardaginn kl. 17:00 verður Kvennakór Ísafjarðar með jólatónleika í Ísafjarðarkirkju.

Stjórnandi kórsins er Dagný Arnalds og undirleikarar þau Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir og Jóngunnar Biering Margeirsson.

Aðgöngumiðar eru seldir við inngang (2500 kr) en frítt er fyrir 12 ára og yngri, posi verður á staðnum.

DEILA