Gerum gagn fyrir Söru og Hlyn

Studio Dan.

Laugardaginn 21 des kl. 10:00-11:45 verður blásið til viðburðarins „Gerum gagn“. Gerum gagn er ratleikur sem verður til húsa í Studio Dan og kostar kr. 2.000 að vera með og rennur upphæðin sem inn kemur óskipt til Söru Sturludóttur og Hlyns Kristjánssonar en Sara var flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi og þurft að dveljast þar, en kemst vonandi heim fyrir jól.

Hvernig virkar Gerum Gagn:

• Það þarf ekki að eiga kort í Studioinu til að vera með
• Verð kr. 2000 á mann en frjáls framlög að sjálfsögðu vel þegin
• Æfingunum er stillt upp þannig að allir geta verið með, óháð aldri, líkamsástandi eða öðru
• Studio Dan verður skipt upp í nokkur stopp
• Unnið í ákveðinn tíma á hverju stoppi
• 8-10 manns á hverri stöð
• Stoppin innihalda meðal annars:
• Spinning
• Hreyfingu á þrektækjum
• Lóða og tækjaæfingar
• Liðleika og kviðæfingar
• Lotuþjálfun

Ef ykkur langar að mæta sem hópur þá er auðvitað um að gera að mæta í fötum sem einkenna hópinn og auðvitað hvetjum við alla til að mæta í skemmtilegum fatnaði

Ef þig langar að leggja málefninu lið en vilt ekki taka þátt í hreyfingunni þá er auðvitað sjálfsagt að koma við hjá okkur og heilsa upp á hópinn og leggja málefninu lið með fjárstyrk.
Greiða þarf með seðlum svo hægt sé að afhenda upphæðina sem safnast í lok viðburðar.

Fyrir fyrirtæki eða þá sem ekki komast til að vera með okkur á laugardaginn bendum við á að einnig er hægt að leggja inn á reikning Söru og Hlyns 556-14-000408, KT. 180283-5609

Væri frábært ef þeir sem ætla örugglega að mæta sendi okkur skilaboð á fb síðunni okkar um skráningu/þáttöku svo við fáum örlitla hugmynd um fjölda 🙂

Með jólakveðju og von um góðar viðtökur
Starfsfólk og þjálfarar Studio Dan

DEILA