Bolungarvík: Sunddeild UMFB fær góða heimsókn

Á þriðjudag fékk sunddeild UMFB góða heimsókn. Þá mættu í Víkina væntanlegir OL farar í sundi þau Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Anton Sveinn Mckee en hann stóð sig frábærlega á Evrópumótinu á dögunum.
Sundfólkið mætti á æfingu hjá Sunddeildinni og héldu síðan fund þar sem foreldrar og aðrir mættu og áttu gott spjall saman um sund og sundæfingar og annað það sem máli skiptir í því þróttmikla starfi sem nú er hjá sunddeild UMFB.
Hrund Karlsdóttir þjálfari félagsins segir það ómetanlegt að fá heimsókn sem þessa en nú í vetur er hópurinn sem æfir sund óvenju stór en alls eru þátttakendur í reglulegum sundæfingum um 50 og er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir ungir sundmenn stunda nú æfingar af kappi.

DEILA