Bíldudalur: YLJA – Jólabrugg á Vegamótum

Rétt er að vekja athygli á að víða eru jólatónleikar og einir slíkir eru á Bíldudal annað kvöld þar sem:

„YLJA og Vegamót ætla að bjóða ykkur upp á sannkallað jólagúmmelaði í aðventulok!

Þær Gígja og Bjartey ætla að hella sér í glas og hefja upp raust sína á Bíldudal laugardagskvöldið 21. desember.

Tökum okkur hlé frá amstrinu, skolum niður rammíslensku jólabruggi við undursamlega aðventutóna og kjörnum okkur saman fyrir hátíðarnar í algleymingi!“

DEILA