Arna Albertsdóttir stefnir á OL í Tókíó

Komin með nýtt hjól stefnir Arna Albertsdóttir á Ólympíumótið í Tókýó komandi sumri.
Sumarið var erfitt segir Arna heilsufarið setti æfingaplanið úr skorðum. Það þýðir hins vegar ekki að hugsa um það — núna horfi ég fram á veginn.
Núna er ég komin í æfingabúðir undir sólinni á Lanzarote. Nú fer hver einasta æfing að skipta máli og mikilvægt að láta hjólin snúast.

Mig langar að þakka öllum þeim sem styrktu mig við kaupin á hjólinu – allt annað líf að vera komin með nýjar græjur segir Arna og biður fyrir bestu kveðjur til allra vina og ættingja á Íslandi.

DEILA