Sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps hættir

Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.

Samkomulag milli sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps og sveitarstjóra um starfslok segir á vefsíðu Tálknafjarðarhrepps.

Á fundi sveitarstjórnar og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps í gær var tekin sameiginleg ákvörðun um að leiðir lægu ekki lengur saman og samið var um starfslok Bryndísar Sigurðardóttir sveitarstjóra, síðasti starfsdagur hennar er 22. nóvember.

Sveitarstjórn þakkar Bryndísi vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

DEILA