Söngvaseiður – Frumsýning í dag

Leikhópur Halldóru frumsýnir í dag kl. 17:00 söngleikinn Söngvaseiður í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Söngleikurinn Söngvaseiður eða Sound of music er eftir Rodgers & Hammerstein og fagnar 60 ára afmæli sínu á þessu ári en leikhópur Halldóru heldur á þessu ári upp á 10 ára afmæli sitt með þessari glæsilegu sýningu. Halldóra hefur sjálf séð um þýðingu á textunum og aðlagað leikverkið leikhópnum en í sýningunni taka þátt 31 barn á aldrinum 6-16 ára og eru þau frá Hnífsdal, Ísafirði og Bolungarvík.

Nærri uppselt er á frumsýninguna í kvöld og aðeins fáeinir miða eftir á sýninguna á morgun sem er kl. 19:00.
Síðan eru sýningar á laugardag og sunnudag kl. 13:00 og 17:00 svo það er upplagt að nota helgina til að sjá þennan frábæra söngleik.

DEILA