Nýr framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga

Bjarki Stefánsson

Stjórn HSV hefur ákveðið að ráða Bjarka Stefánsson í starf framkvæmdastjóra HSV frá 1. desember næstkomandi. Bjarki er með BS próf í íþróttafræði frá HÍ og er um mánaðamótin að útskrifast með mastersgráðu frá Háskólanum í Liverpool í stjórnun og rekstri innan íþróttahreyfingar (Sports Business and Management). Bjarki hefur fjölbreyttan íþróttabakgrunn sem iðkandi, þjálfari og kennari.

HSV bindur miklar vonir við ráðningu og störf Bjarka og hlakkar til samstarf við hann.
Fimm umsóknir voru um starfið tvær frá konum og þrjár frá körlum. Tveir umsækjendur búsettir á Ísafirði og þrír annars staðar.

Stjórn HSV þakka fyrir þann mikla áhuga sem starfinu var sýndur.

DEILA