Ljót aðkoma á Hyrningsstöðum

Halldór Jóhannesson, einn eigenda Hyrningsstaða í Reykhólahreppi, sendi eftirfarandi lýsingu og myndir af óskemmtilegri aðkomu að einum bústaðnum þar:

Í dag kom ég að bústað á Hyrningsstöðum og sá að þar hafði verið grýtt stórum steini í gegnum tvöfalt gler í forstofuhurðinni og farið inn og rótað í dóti.

Enn fremur var dauð rjúpa í vegkantinum, líklega skotin úr bíl af veginum, en það er algjört skotveiðibann í landi Hyrningsstaða.

Ef einhver hefur upplýsingar um þetta, vinsamlegast látið okkur eða lögregluna vita.

Halldór Jóhannesson.

Sími 661 8133.

DEILA