Leppalúði á Þingeyri

Kómedíuleikhúsið æfir nú nýtt jólaleikrit sem heitir, Leppalúði. Já, loksins fáum við að sjá þann merka tröllkarl og fræga bónda Grýlu. Þriðjudaginn 5. nóvember verður haldin opin æfing á leikritinu um Leppalúða.
Sagt verður frá verkinu og fyrirhuguðum sýningum sem verða m.a. í leikhúsinu á Þingeyri.
Æfingin fer fram í Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins á Þingeyri og hefst kl. 17:30
Hlökkum til að sjá ykkur og allir eru velkomnir.

DEILA