Kynntu Pól­land á Pat­reks­firði

Pól­skættuð börn í Pat­reks­fjarðarskóla stóðu fyr­ir kynn­ingu á Póllandi fyr­ir skóla­systkini sín í skól­an­um sl. þriðju­dag. Til­efnið var full­veld­is­dag­ur Pól­lands 11. nóv­em­ber sl., sem bar upp á sunnu­dag.
Kynn­ing­in á Póllandi hefði að óbreyttu farið fram á mánu­deg­in­um en þá fór fram sam­eig­in­leg­ur starfs­dag­ur kenn­ara í skól­um á sunn­an­verðum Vest­fjörðum, þ.e. úr skól­un­um á Pat­reks­firði, Tálknafirði og Bíldu­dal.
Pólsku krakk­arn­ir lásu upp sögu Pól­lands til frels­is, sungn­ir voru pólsk­ir söngv­ar og tónlist flutt. Kynn­ing­in heppnaðist mjög vel en pólsku krakk­arn­ir eru um fjórðung­ur af heild­ar­fjölda nem­enda

DEILA