Körfubolti 1. deild. Vestri-Snæfell í kvöld

Vestri tekur á móti Snæfelli á Jakanum, föstudaginn 29. nóvember. Við hvetjum alla til að mæta á og styðja strákna.

Vestri er nú í fjórða sæti deildarinnar og Snæfell í því neðsta.

Að vanda verða hinir sívinsælu Vestraborgarar framreiddir rétt fyrir leik og verður grillið orðið heitt um 18:30.
Stakur borgari með gosi og meðlæti: 1.500 kr.
Fjjölskyldutilboð 4 borgarar, gos og meðlæti: 5.000 kr.

Að leik loknum verður stuðningsmannakvöld á Edinborg Bistro sem hefst strax eftir leik. Pétur Már þjálfari mun þar gefa sér tíma til að ræða leikinn við stuðningsmenn.

DEILA