Gunpati hugleiðsla á Hólmavík

Hólmvíkingum og nágrönnum er boðið að stökkva út í djúpu laugina og taka þátt í 40 daga hugleiðslu sem heitir Gunpati. Þessi hugleiðsla er gífurlega öflug í að breyta karmanu okkar. Hún upprætir neikvæðni fortíðar og nútíðar, fyllir morgundaginn af jákvæðni, snýr gæfuhjólinu þínu og umvefur þig hagsæld.

Við munum bara hittast 1x í viku fyrir þessa hugleiðslu. Við gerum svo heima hjá okkur hina dagana. Byrjum í dag.
Nánar verður farið út í hugleiðsluna kl 17:30 í dag í Hvatastöðinni í flugskýlinu á Hólmavík. Sjáumst þar. kv. Hulda

DEILA