Grunnskólar á Ströndum með galdrasýningu

Í haust hefur Galdrasýningin verið í samstarfi við Grunnskólanna í Strandasýslu þar sem börnin hafa fengið fræðslu um þjóðtrú og galdra sem tengjast svæðinu.
Verkefni þetta fékk styrk úr Barnamenningarsjóði.

Börnin hafa farið í ferðir um Strandir með leiðsögn Dagrúnar þjóðfræðings og fengið leiðsögn um Galdrasýninguna. Í skólanum hafa þau svo unnið markvist með efnið með leiðsögn kennara sinna og ætla að sína afraksturinn af þeirri vinnu á Galdrasýningunni fimmtudaginn 14. nóvember kl 17:00.
Hvetjum alla að koma og sjá.

DEILA