Fatasöfnun – Rauði krossinn

Fatasöfnun Rauða krossins er bæði frábær endurvinnsla auk þess að fólk leggur félaginu lið með því að gefa fatnað og styrkir þannig neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis.

Fatnaður, skór og annar textíll sem gefinn er til Rauða krossins er:
flokkaður og gefinn þurfandi hér á landi
flokkaður og gefinn þurfandi erlendis
flokkaður og seldur í Rauðakrossbúðunum
seldur beint til útlanda og ágóðinn rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins

Stærstu samstarfsaðilar Rauða krossins eru Sorpa hf. og Eimskip/Flytjandi.
Á höfuðborgarsvæðinu er Rauði krossinn í samstarfi við Sorpu um söfnun á fatnaði og eru söfnunargámar á öllum endurvinnslustöðum Sorpu. Eimskip flytur fatagáma félagsins milli landshluta og til útlanda á góðum kjörum. Um er að ræða mikilvægan styrk til fatasöfnunarverkefnis Rauða krossins.

Á Vestfjörðum eru söfnunarstaðir:
Súgandafjarðardeild, Skólagata 2
Súðavík, Víkurbúðin Grundarstræti 3
Patreksfjörður, Bjarkargata 11
Ísafjörður, Suðurgötu 12
Bolungarvík við íþróttahús

DEILA