Opið hús í Tónlistarskólanum

Opið hús verður í Tónlistarskóla Ísafjarðar laugardaginn 26. október n.k. Í boði verður hið hefðbundna innlit í kennslustofur þar sem gestum og gangandi mega spreyta sig á hin ýmsu hljóðfæri. Veturinn fær að njóta sín í teikningu og tónum úr smiðju yngri kóra og forskólabarna. Sýnd verður Buster Keaton myndin The Boat við undirleik nemenda skólans og myndir frá Listasafni Ísafjarðar munu prýða neðri hæðina. Hlökkum til að sjá sem flesta og það verður heitt á könnunni!

DEILA